Smá líf

Sælir hlaupaáhugamenn.

 Ég fæ öðruhvoru tölvupósta frá fólki sem segist hafa skoðað síðuna þannig að einhverjir lesa þetta.  Eyrarskokk er í fullu fjöri, það er ekki það.  Það byrjaði byrjendahópur í haust sem mun starfa fram að jólum.  Sá hópur hleypur á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30.  Það kostar ekkert að vera með.  

Gamli hópurinn virðist að mestu samanstanda af hlaupurum sem helst vilja hlaupa 14 kílómetra í einum spretti og svo slatta af hlaupurum sem fara styttra á öðrum tímum en Eyrarskokk safnast saman á.   Það er áfram hlaupið frá Átaki kl. 17:15 á mánudögum og miðvikudögum, kl. 12:10 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 9:30 á laugardögum.  Það er bara um að gera að mæta.

Svo er nefnilega spennandi hvernig veðrið verður síðasta laugardag fyrir jól, sem í ár er 18. desember.  Ef veðrið er skaplegt er um að gera að viðhalda hefðinni að hlaupa sólstöðuhlaup upp að neðra mastrinu í Vaðlaheiði.  Við sjáum til þegar nær dregur.

 

Hlaupakveðja,

Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband