13.1.2011 | 20:34
Vetrarpepp
Sælir Eyrarskokkarar
Hlaupahópurinn er í fullu fjöri þótt það séu fáir sem mæta á æfingar stundum. Hvað með að allir komi nú úr híðinu, skápnum, dvalanum, einmanaleikanum, sjálfstæðisviljanum og hverju sem veldur að fólk mætir ekki á æfingar.
Á laugardaginn 15. janúar er upplagt að mæta eins og venjulega kl. 9:30 í Átak og fara síðan áleiðis inn í Eyjafjörð um Aðalstrætið. Fólk snýr þá bara við þegar hverjum og einum hentar, hjá Skautahöllinni (5 km), Flugvellinum (7 km), Skiltunum (10 km), Hitaveiturörinu (14 km)...
Vonandi fær maður einhverntíma að sjá fólkið sem var í byrjendahópnum fyrir jól.
Nú, og eftir hlaupin er hægt að skella sér í pottinn og jafnvel sána í Átaki og ræða hlaupamarkmið ársins 2011. Öll markmið eru jafn rétthá hvort sem það er eitthvert ultramaraþon eða ein af styttri vegalengdunum í götuhlaupunum hér heima sem stefnt er að.
Munið eftir vestunum. Þeir sem eiga ekki endurskinsvesti eru eindregið hvattir til að verða sér úti um eitt slíkt. Það má kaupa þetta í flestum búðum sem selja eitthvað vinnufatatengt, (Húsasmiðjunni, Byko, Europris) og mér skilst að tryggingafélögin séu líka með vesti.
Snjóhlaupakveðja,
Fríða
Hlaupahópurinn er í fullu fjöri þótt það séu fáir sem mæta á æfingar stundum. Hvað með að allir komi nú úr híðinu, skápnum, dvalanum, einmanaleikanum, sjálfstæðisviljanum og hverju sem veldur að fólk mætir ekki á æfingar.
Á laugardaginn 15. janúar er upplagt að mæta eins og venjulega kl. 9:30 í Átak og fara síðan áleiðis inn í Eyjafjörð um Aðalstrætið. Fólk snýr þá bara við þegar hverjum og einum hentar, hjá Skautahöllinni (5 km), Flugvellinum (7 km), Skiltunum (10 km), Hitaveiturörinu (14 km)...
Vonandi fær maður einhverntíma að sjá fólkið sem var í byrjendahópnum fyrir jól.
Nú, og eftir hlaupin er hægt að skella sér í pottinn og jafnvel sána í Átaki og ræða hlaupamarkmið ársins 2011. Öll markmið eru jafn rétthá hvort sem það er eitthvert ultramaraþon eða ein af styttri vegalengdunum í götuhlaupunum hér heima sem stefnt er að.
Munið eftir vestunum. Þeir sem eiga ekki endurskinsvesti eru eindregið hvattir til að verða sér úti um eitt slíkt. Það má kaupa þetta í flestum búðum sem selja eitthvað vinnufatatengt, (Húsasmiðjunni, Byko, Europris) og mér skilst að tryggingafélögin séu líka með vesti.
Snjóhlaupakveðja,
Fríða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.