Maraþon á Landsmóti UMFÍ

Nú hefur verið afráðið að í tengslum við Landsmót UMFÍ á Akureyri í júlí í sumar verði efnt til maraþonhlaups - þ.e. heilt maraþon, hálft maraþon, 10 km og væntanlega einnig enn styttra fjölskylduskokk. Margar skemmtilegar hugmyndir hafa verið ræddar um útfærslu á maraþonhlaupinu - ein þeirra gengur út á að maraþonhlauparnir leggi af stað 42 km frammi í firði og síðan hlaupi þeir eins og leið liggur í bæinn. Bændur og búalið í Eyjafjarðarsveit gæti þannig tekið að sér að brynna hlaupurunum með allskyns göróttum drykkjum og jafnframt að efna til hljómleika við hverja heimreið þannig að úr þessu gæti orðið helmikið festival. Meira um þetta síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga hlauparar þá að hætta á að þeim sé byrlað koníak á leiðinni, eins og gerðist hér einu sinni fagran laugardag í október á leið inn á Hrafnagil?

Fríða (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:03

2 identicon

Helst ættum við að efna til samkeppni um besta bruggið í Eyjafjarðarsveitinni og síðan verði því deilt út til hlauparanna af brúsapöllunum

Óskar (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:57

3 identicon

ég vissi ekki að Maraþonið væri orðið opinbert, en  hlakka til að taka þátt í því með ykkur Eyrarskokkurum sem ég veit að ætla að fjölmenna (nema ég hlaupi undir merkjum Skokkhópsins Einfarinn). Varðandi drykkjuna þá ætla ég að sanna það að bindindi borgar sig jafnvel þó mér hafi ekki tekist það í aðdragandi uppskeruhátíðarinnar þegar koníaksliðar stungu mig af...

Valur Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:43

4 identicon

Maraþon á Akureyri hljómar spennandi, og víst er að það er hægt að vera með flotta braut með því að hlaupa framan ú firði og inn á Akureyri. Þó er einn galli við það, við gætum lent í mótvindi alla leiðina, ekki það að auðvita er oftast logna í Eyjafirði. Ég stefni á að mæta!

Geir Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:01

5 identicon

Já, veðrið er alltaf lotterí. Vonandi verður ekki norðanátt þennan dag. Vissulega er líka oft hafgola við Eyjafjörð, en þar sem stefnt er að því að hefja hlaupið 9 að morgni ætti hafgolan ekki að vera búin að ná sér að marki á strik.

Óskar (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband