Súpufundur á laugardaginn (14.02.09)

Stefán Gíslason borgnesingur með meiru hefur nokkrum sinnum hlaupið með Eyrarskokki okkur til mikillar ánægju.  Hann hefur búið til Fjallvegahlaupaáætlun sem hann lýsir á síðunni: http://www.environice.is/default.asp?Sid_Id=33257&tId=1 Nú erum við svo heppin að fá hann til okkar á laugardaginn, 14. febrúar og hann meira að segja er til í að segja okkur frá þessu stórskemmtilega verkefni sínu. 

Við gerum ráð fyrir að hlaupahópurinn fari af stað í skokk kl. 9:30, fólk tínist til baka um 11, fari þá í pottinn og síðan sé súpan kl. 12.  Og svo fái Stefán orðið svona korter yfir 12 og skemmti okkur svona eins og í 45 mínútur (ein nákvæm).

Gugga ætlar að panta meiri súpu en venjulega og við sjáumst þá hress og kát í Átaki klukkan hálftíu á laugardaginn.  (Ef einhver er of veikur til að hlaupa er í lagi að mæta bara í súpuna, en slíkt er náttúrulega bara algjör undantekning).

 

Hlaupakveðjur, 

Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband