Maraþon eða ekki maraþon?

Sælir Eyrarskokkarar.

 Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að það stendur til að hlaupa heilt maraþon hér á Akureyri í sumar.  En einhvernveginn hef ég líka fengið á tilfinninguna að það mæti fáir á æfingar hjá okkur sem eru ekki að stefna á þetta maraþon.  Það er fínt að stefna á maraþon, það er ekki það.  En skokkhópurinn er ekki bara fyrir maraþonhlaupara, heldur allskonar skokkara af öllum gerðum.  

 Þeir sem vilja bara nota þetta sem góða og skemmtilega hreyfingu án þess að þurfa endilega að leggja að baki minnst 20 kílómetra á helst einum og hálfum klukkutíma í hvert skipti, þeir eiga líka fullan rétt á sér.  En, þá verður fólk líka að mæta :)

 Eyrarskokk er fyrir ALLA, bæði þá sem vilja fara hægt og stutt og þá sem vilja fara langt og hægt (mig) og þá sem vilja fara langt og hratt, já, og jafnvel þá sem vilja fara stutt og hratt.  

 Hvað er til ráða?  Væri ekki sniðugt til dæmis á laugardögum að skipta hópnum allavega í tvennt, þar sem langhlaupararnir elta Val Eyjafjarðarhringinn og hinir finna sér einhverja skynsamlega vegalengd?  Það væri til dæmis hægt að leggja af stað í einhverja ákveðna átt og fara t.d. 20 mínútur í þá átt og snúa þá við.  Þannig að fólk er að koma til baka á sama tíma.  Og getur þá farið saman í pottinn.  Það væri hlaupahópur að mínu skapi.

 Tjáið ykkur nú endilega um þetta elskurnar mínar.  Hér í kommentakerfinu. 

 

Skokkkveðja,

Fríða 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bara að ríða á vaðið með að skrifa fyrstu athugasemdina.  Nú þið :)

Fríða (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:24

2 identicon

Heilmikið til í þessu.Það er ljóst að markmiðið með hlaupunum er misjafnt eftir hver á í hlut og því fjölmennri sem hópurinn er hverju sinni því meiri líkur að hver um sig finni sér hlaupafélaga.  Svo eru menn líka misupplagðir.  Það var alltaf stefnan frá upphafi að hópurinn héldi saman fyrstu 2-3 km en síðan kannski fer að teygjast á eins og gengur og gerist.  Það má heldur ekki gleyma að stundum er gott að hafa einhverja með sem hlaupa hraðar og lengra og virka þannig hvetjandi á mann til að gera betur.  Þannig er  það t.d. með mig.  Það má heldur ekki gleyma aðalatriðinu.  Að hafa gaman af þessu.

Sigurður E (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:00

3 identicon

ég er sammála Ykkur með það að við þurfum að bæta okkur varðandi nýliðunina, hugsanlega höfum við einblínt um of á keppnir og bætingar það getur virkað frekar niðurdrepandi að sjá alltaf í afturendann á hópnum. það er skinsamlegt að skipta hópnum upp og góð tillaga að hlaupa t.d. 20 mín. í eina átt og snúa þá til baka. Kveðja af Hálendinu við hafið, Valur.

Valur Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:28

4 identicon

Sá í kommentum hjá konu í hlaupadagbókinni að hún hafði mætt á æfingar hjá Eyrarskokki og leist ekkert á að mæta aftur þar sem hópurinn hvarf á undan henni.  Held því að það sé stórsniðugt að vera með annan hóp sem er að byrja eða vill fara hægar og styttra. 

Þannig að það lægi ljóst fyrir þegar nýjir væru að byrja að það væri ekki dúndrað af stað að hætti okkar sem eru búin að vera í þessu lengi.

Börkur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:13

5 identicon

Mikið er ég sammála ykkur að við þurfum að bæta okkur gagnvart þeim sem eru að koma nýjir inn í hlaupahópinn,það er niðurdrepandi að sjá þessa vönu hverfa á 1-2 km,man hvernig þetta var þegar ég var að byrja með ykkur,Valur hvarf í rik skýj,en þetta hvatti og togaði mann áfram.Það væri sniðugt að skipta hópnum,við meigum ekki fæla fólk frá sem langar að vera með í þessum frábæra skokkhóp,sem Eyrarskokk er.

Eyþór Hannesson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:59

6 identicon

Eyþór:  Alveg er ég viss um að ég skildi þig ekki eftir.  Bara Valur.

En, allava... við skulum byrja strax á því að bæta okkur og ákveða að í fyrramálið verði hópnum skipt í tvennt, annarsvegar þá sem stefna á maraþon næsta sumar og hinsvegar alla hina.  Ákveðum við það ekki bara hér og nú? 

Fríða (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband