Frábær laugardagur og fallegur

Það er svo fallegt á Akureyri.  Og margt skemmtilegt og fallegt fólk í hlaupahópnum okkar... þ.e. Eyrarskokki. 

Í morgun vorum við 12 sem mættum í Átak.  Þar af einn gestur að sunnan og ein ný kona sem ætlar að vera með okkur áfram.  Verst að myndavélin gleymdist, Siggi sagðist hafa verið að hugsa um að taka hana með, en hætti við því hann hélt að það myndu bara þeir sömu og venjulega mæta.  Ja, þótt það sé náttúrulega mjög fallegt fólk, þá er hitt fólkið sem mætti í dag... og mun mæta framvegis líka mjög fallegt.  

Við hlupum upp að hjartanu yfir í Vaðlaheiði og kallarnir meira að segja kræktu yfir gömlu brýrnar á leiðinni til baka.   Það var blankalogn og eins fallegt um að litast í kring um pollinn og bara Eyjafjörðinn allan, eins og best getur orðið á köldum degi í mars.  Allt hvítt og blátt.

Svona:

eyjafj 008

 

 

 

 

 

 

 

Fallegar hlaupakveðjur Smile

Fríða 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er fátt fallegra en snjóhvítur Eyjafjörðurinn í logni, nema ef vera skyldi þessi hlaupahópur ykkar. Ég vona að mér lánist að hlaupa með ykkur í nokkur skipti í sumar fyrir Akureyrarhlaupið. Hlakka til að hitta ykkur og fá að njóta ljómanns af fegurðinni.

Geiri bróðir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:35

2 identicon

Er fólk alveg hætt að hlaupa?

Börkur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband