3.4.2009 | 17:09
Aprílgabbið og hópurinn.
Eins og glöggir lesendur hafa kannski séð þá var síðasta færsla skrifuð í fyrradag, 1. apríl. En það var nú samt heilmikið satt og rétt í henni. Það hefði hreinlega verið of neyðarlegt að skrifa allan sannleikann eins og hann var, en sannleikurinn var þannig: Klukkan 17:15 voru Fríða með hundinn sinn og Börkur mætt í Átak og þau lögðu af stað samviskusamlega, niður á Eyri og út í Þorp. Og mættu þremur Eyrarskokkurum á leiðinni sem voru að hlaupa í vitlausar áttir á vitlausum tímum.
Þetta getum við ekki látið spyrjast út, þið segið engum.
Nei, það sem við gerum er að mæta nú öll með tölu niður í Átak í fyrramálið á laugardagsæfingu, við leggjum af stað klukkan hálftíu eins og alltaf, verðum öll samferða í byrjun og skiptum svo hópnum og förum eins langt og hverjum og einum hentar. Og svo verður farið í pottinn á eftir.
Eru ekki allir með?
Fríða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.