Hæ hó o.s.frv...

Nú kemur bráðum 17. júní (hæhóogjibbíjei) og það er miðvikudagur.  Á miðvikudögum hlaupa Eyrarskokkarar oftast klukkan korter yfir fimm.  En núna á hinndaginn, 17. júní ætlum við að hittast inni í Kjarnaskógi, á bílastæðinu við salernishúsið og skemmta okkur á stígunum þar í kring.  Klukkan 9:30. 

Byrjendahópurinn hans Barkar er orðinn fullorðinn og búinn að blandast við gamla hópinn, sem er kannski eins gott, því eitthvað eru gömlu kempurnar lélegar við að mæta til að hlaupa í hóp.  Einar E, Einar G, Börkur og undirrituð (er ég að gleyma einhverjum?) hlupu við Mývatn hálft og heilt maraþon.  Börkur meira að segja fékk verðlaunasæti.  Nú, og svo fórum við Börkur í 7 tinda hlaupið í Mosó, hann varð í 4. sæti og ég í 5 sæti.  Það hlýtur að þýða að ég er nærri jafn góð og hann.  (ok, 4. sæti af 17 körlum og 5. sæti af 9 konum)

Já, og svo stefna allir Eyrarskokkarar með tölu á Landsmótshlaupið.  Allar vegalengdir.  Og síðan fara allir í Jökulsárhlaupið, allar vegalengdir. 

Það er gaman að þessu.

Hlaupakveðja
Fríða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband