Æfingin á laugardaginn, 17.10.09

Dagskrá:

Hittast fyrir utan sundlaugina í Þelamörk kl. 9.30 á laugardaginn. Muna eftir að hafa sundfötin með sér og skotsilfur í laugina.

Þarna skiljum við flesta bílana eftir, troðum okkur í einhverja bíla og keyrum að Hlíðarbæ.

Frá Hlíðarbæ hlaupum við niður Skjaldarvíkurveginn að Gásum og svo að Hörgá og að Þelamörk, áætluð vegalengd 12-13 km.

Sá sem fyrstur kemur í Þelamörk gæti keyrt á móti hópnum og boðið þeim sem vilja far síðasta spölinn

Nú svo skella allir sér í laugina og slaka á og njóta lífsins Smile

 

Þegar heim er komið getur fólk svo moppað, lagt sig, sett í vél, horft á sjónvarp eða bara eitthvað skemmtilegra en þetta...... Smile ...

 Áður en áfram er haldið með hátíðlegheitin því árshátíð Eyrarskokks er þennan dag, sjá síðustu færslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hlaup, margir mættir og mjög skemmtileg Árshátíð

Inda (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband