19.10.2009 | 20:32
Snilldarárshátíð
Kæru Eyrarskokkarar nær og fjær og þá sérstaklega árshátíðarnefndin.
Ástarþakkir fyrir frábæra árshátíð.
Mætingin var góð, næst verður hún ennþá betri. Því það er alveg á hreinu að enginn má missa af svona upplifunum. Það er af svo mörgu skemmtilegum minningum að taka að ég ætla ekki að byrja á upptalningunni. Nefndin á bestu þakkir skilið og Gulli fær aldeilis tækifæri til að spreyta sig á því að toppa þetta að ári. Miðað við uppistandarahæfileika hans, þá hlýtur allt hitt að falla honum létt.
Og þá bíðum við bara spennt eftir myndunum. Ef þið sendið mér myndir mun ég birta þær. Bara róleg, ég skal ritskoða þetta fyrst. Ekki það að það sé mikil ástæða til þess, Eyrarskokkarar gera jú aldrei neitt sem alheimur má ekki sjá, en samt...
Mér þykir bara verst að vinnan tefur mig frá því að hitta ykkur aftur þangað til ég veitekkihvenær, Það er nefnilega hluti af þessu, að rifja upp allt þetta skemmtilega aftur og aftur .
Nú, og svo kom aftur upp umræða um brúarhlaupið milli Danmerkur og Svíþjóðar 12. júní 2010. Skoðið þetta endilega.
Hlaupakveðja
Fríða
Athugasemdir
Hæ Fríða og þið öll hin. Tek undir kærar þakkir fyrir hreint frábært kvöld! Ég er enn að hlægja að skemmtisögunum hans Gulla en verð samt að játa að var ekki full þakklætis á sunnudag í garð Sigga fyrir rausnarskapinn á barnum... Við Einar mælum með partíum fyrir mat frekar en eftir mat.....það brotnaði ekkert og helltist ekki dropi niður þessa tvo tíma sem hópurinn stoppaði hjá okkur, takk öll fyrir komuna. Og Eyþór stóð sko vel undir gullverðlaununum, var kominn af stað í hlaupagallanum á sunnudag eins og ekkert hafi í skorist.
Áfram Eyrarskokk
Margrét Ólafs (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.