Byrjendur?

Sælir Eyrarskokkarar.

Við viljum vera hlaupahópur fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna.  En einhvernveginn þá virðist tilhneigingin alltaf vera sú að þeir sem mæta oftast, allavega á laugardögum og seinnipartinn,  eru þeir sem hlaupa 14 kílómetra á klukkutíma og 14 mínútum.  Sem er allt of langt og hratt fyrir flesta.  Það er náttúrulega hundleiðinlegt að mæta þarna og svo hlaupa bara allir í burtu!  En, það er samt ekki við þá að sakast sem hlaupa fjórtán kílómetra á klukkutíma og fjórtán mínútum.  Þeir geta ekkert að því gert.  Jú, ok, þeir gætu kannski farið fyrstu kílómetrana hægar.  En ég held bara ekki að það sé nóg. 

Það stendur svolítið upp á "byrjendurna" að mæta betur í hópinn.  Þannig að það sé ekki bara einn byrjandi í hvert skipti.  Það hefur sést til ykkar á öðrum tímum kæru "byrjendur".  

Ég legg til að það verði formlegur 5 kílómetra hópur á miðvikudögum, og jafnvel laugardögum líka, sem leggur af stað um leið og 14 kílómetrahópurinn.  Og 5 kílómetra hópurinn finni sér svo skemmtilegar leiðir til að fara, ekki bara alltaf inn að Skautahöll, heldur kannski yfir rauðu brúna á Glerá, upp á Háskólastíginn og eitthvað í þeim dúr.  Fólk úr 14 kílómetrahópnum-á-klukkutíma-og-14mínútum, hefur stundum boðist til að fylgja byrjendunum, en það er ekkert alltaf sniðug hugmynd.  Það getur verið óskaplega pirrandi að hafa á tilfinningunni að það sé alltaf verið að bíða eftir manni.  Nú og svo er vitað til þess að það hafi jafnvel orsakað hjónaskilnaði t.d. hvað eiginmaðurinn var þolinmóður á svipinn að bíða eftir eiginkonunni.  Nei, það er miklu skemmtilegra að hlaupa með einhverjum sem er á sama róli og maður sjálfur.  En til þess að mynda hóp, þá verður fólk að mæta!  Einn hlaupari er ekki hópur.  .. held ég.

Komaso!  Allir þeir sem vilja láta sér nægja að hlaupa 5 kílómetra í einu, á pace yfir 6. 

Og, plís, munið endurskinsvestin.  Við megum ekki við því að missa einn einasta hlaupara.  Með þessa svörtu hlaupafatatísku sem er allsráðandi, þá eru hlauparar bara alveg ósýnilegir ef þeir eru ekki í vesti.  Þetta er ekkert grín.

Hlaupakveðja,
Fríða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband