Minning um Gísla Ólaf Ólafsson

p1000352.jpgp1000370.jpgp1000375.jpgp1000377.jpg

Myndataka: Börkur Árnason.

 

Ég sá Gísla hlaupavin minn síðast laugardaginn áður en voveiflegu fréttirnar bárust.  Þá mætti hann glaður og reifur í Eyrarskokk og við fórum inn í fjörð, þangað sem Hitaveiturörið liggur undir veginn.  Gísli var þessi týpa sem er svo gaman að hafa með í hópnum.  Alltaf í góðu skapi, alltaf til í að koma með góð ráð og skemmtilegar athugasemdir.  Og alltaf til í það sem var á dagskránni.  Við Gísli vorum sem oftar samferða í bíl ásamt fleirum, síðastliðið sumar þegar við hlupum Laugaveginn.  Gísli svoleiðis reytti af sér brandarana og þegar við hin lentum í hverju hláturskastinu eftir öðru, þá var hann svo hógvær að segja að hann væri ekkert fyndinn, þetta væri bara merki um sérstakan húmor hjá okkur hinum.   Þetta var fyrsti Laugavegurinn hans og hefði örugglega ekki verið sá síðasti ef við hefðum fengið að hafa hann hjá okkur áfram.  Að vísu var Laugavegurinn ekki á dagskrá hjá honum núna næsta sumar, heldur New York marathon.  Hann var á sama báti og svo margir  aðrir Eyrarskokkarar sem höfðu uppgötvað frelsið og ánægjuna við að vera í góðu formi og geta hluti sem maður hafði eiginlega aldrei ímyndað sér að maður myndi gera.  Hlaup voru orðin lífsstíll hjá honum, hann hafði léttst mjög mikið og sagðist vera hættur að segja hluti eins og að það væri engin ástæða til að labba það sem væri hægt að keyra og fleira í þeim dúr.  Það var nú aldeilis ekki eins og hann ætti ekki bíl, við vorum einmitt að tala um það á leiðinni til baka þarna framhjá Hvammi á laugardaginn að hann hafði verið á „gamla grána" sem er ekki lengur grár heldur grænn að keyra um allan bæ í stórhríðinni um daginn, bjargandi fólki sem hafði fest sig. 

Það er svo óskiljanlegt að svona geti gerst.  Gísli var alltaf í endurskinsvesti, sumar sem vetur, alveg sama hvernig veðrið var.   Þannig að ekki er hægt að kenna því um.  Ég hafði sjálf hlaupið framhjá þessum stað þar sem slysið varð fyrr um daginn og séð með eigin augum að aðstæður þar voru bara fínar fyrir utan smá ísingu kannski, vegurinn fínn, auður og breiður.  Ef það er hættulegt að hlaupa þar, þá er hættulegt að vera allstaðar þar sem von er á bílum.  En það væri alls ekki í anda Gísla að láta svona draga úr sér kjarkinn hvað hlaup varðar.   Ég ætla allavega að halda áfram og vona að allir hlaupavinir okkar haldi uppi minningu hans með því að gera slíkt hið sama.  Ég votta fjölskyldu hans og ástvinum innilegustu samúð mína.

Arnfríður Kjartansdóttir

 008.jpg

 013_1056577.jpg

Myndataka: Ívar Christensen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta fallegt og vel gert.Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Matthildur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:22

2 identicon

Ofsalega er þetta fallegt að sjá og virkilega vel gert.  Blessuð sé minnig hans.

Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband