Færsluflokkur: Íþróttir

Hæ hó o.s.frv...

Nú kemur bráðum 17. júní (hæhóogjibbíjei) og það er miðvikudagur.  Á miðvikudögum hlaupa Eyrarskokkarar oftast klukkan korter yfir fimm.  En núna á hinndaginn, 17. júní ætlum við að hittast inni í Kjarnaskógi, á bílastæðinu við salernishúsið og skemmta okkur á stígunum þar í kring.  Klukkan 9:30. 

Byrjendahópurinn hans Barkar er orðinn fullorðinn og búinn að blandast við gamla hópinn, sem er kannski eins gott, því eitthvað eru gömlu kempurnar lélegar við að mæta til að hlaupa í hóp.  Einar E, Einar G, Börkur og undirrituð (er ég að gleyma einhverjum?) hlupu við Mývatn hálft og heilt maraþon.  Börkur meira að segja fékk verðlaunasæti.  Nú, og svo fórum við Börkur í 7 tinda hlaupið í Mosó, hann varð í 4. sæti og ég í 5 sæti.  Það hlýtur að þýða að ég er nærri jafn góð og hann.  (ok, 4. sæti af 17 körlum og 5. sæti af 9 konum)

Já, og svo stefna allir Eyrarskokkarar með tölu á Landsmótshlaupið.  Allar vegalengdir.  Og síðan fara allir í Jökulsárhlaupið, allar vegalengdir. 

Það er gaman að þessu.

Hlaupakveðja
Fríða

Myndir komnar

Og nú eru komnar myndir frá Eyvindarstaðahlaupinu hér til hliðar.  Það sést svo greinilega þarna hvað var gaman hjá okkur.  Öll þessi bros eru engin uppgerð. 

Eyvindarstaðahlaup á kortinu

Eyvindarst

 

Eyvh

 

Hér má sjá mynd af leiðinni sem þeir hörðustu fóru alla leið frá Átaki og hæðarmuninn.  Svo bíðum við bara eftir myndunum frá Guggu af öllu fallega og skemmtilega fólkinu. 


Allir í Eyvindarstaðahlaupið 16. maí - Uppfært!

Eyvindarstaðahlaupið - hið árlega (hefur raunar  bara einu sinni verið hlaupið) - verður laugardaginn 16. maí nk. Þeir sprækustu leggja af stað frá Átaki kl. 09, frá Hrafnagili verður lagt af stað kl. 09.30 og  kl. 11.00 frá Sólgarði (Smámunasafninu)  Frá Átaki í Eyvindarstaði eru ca. 36 km, frá Hrafnagili í Eyvindarstaði ca. 24 km og 8-9 km frá Sólgarði í Eyvindarstaði.

Á áfangastað verður tekið vel á móti skokkurum með góðgæti af ýmsum toga, eins og húsráðendum í Sölvadalnum er einum lagið.

Óhætt er að mæla með þessu skemmtlega hlaupi - í það minnsta fannst þátttakendum í fyrra öðrum í hvítasunnu vel varið í Eyvindarstaðahlaup - þrátt fyrir allar helv... brekkurnar upp í Sölvadal og þegar kom inn á dalinn!

 


Úrslit kosningahlaupsins 25.04.09

 

Úrslit í kosningahlaupinu á Akureyri (21,1 km)

 

Heildarúrslit

 

Röð

Nafn

Fæðingarár

Tími

1

Rannveig Oddsdóttir

1973

1:29:21

2

Sævar Helgason

1973

1:33:35

3

Þröstur Már Pálmason

1972

1:33:55

4

Halldór Arinbjarnarson

1965

1:34:01

5

Börkur Árnason

1972

1:34:14

6

Aðalsteinn Árnason

1968

1:40:13

7

Einar Ingimundarson

1974

1:41:05

8

Helga Árnadóttir

1979

1:42:24

9

Elías Bj. Gíslason

1962

1:43:16

10

Eyþór Hannesson

1955

1:45:08

11

Sigurður E. Sigurðsson

1960

1:56:15

12

Einar Eyland

1961

1:58:09

13

Gísli Ólafsson

1961

2:01:24

14

Einar Guðmundsson

1960

2:02:51

15

Valtýr Hreiðarsson

1949

2:04:49

16

Guðbjörg Björnsdóttir

1965

2:09:20

 

 

Úrslit í karlaflokki

Röð

Nafn

Fæðingarár

Tími

1

Sævar Helgason

1973

1:33:35

2

Þröstur Már Pálmason

1972

1:33:55

3

Halldór Arinbjarnarson

1965

1:34:01

4

Börkur Árnason

1972

1:34:14

5

Aðalsteinn Árnason

1968

1:40:13

6

Einar Ingimundarson

1974

1:41:05

7

Elías Bj. Gíslason

1962

1:43:16

8

Eyþór Hannesson

1955

1:45:08

9

Sigurður E. Sigurðsson

1960

1:56:15

10

Einar Eyland

1961

1:58:09

11

Gísli Ólafsson

1961

2:01:24

12

Einar Guðmundsson

1960

2:02:51

13

Valtýr Hreiðarsson

1949

2:04:49

 

Úrslit í kvennaflokki

Röð

Nafn

Fæðingarár

Tími

1

Rannveig Oddsdóttir

1973

1:29:21

2

Helga Árnadóttir

1979

1:42:24

3

Guðbjörg Björnsdóttir

1965

2:09:20

 


Hlaupanámskeið frá Átaki fyrir byrjendur

Í gær kl. 17:30 hófst byrjendanámskeið frá Átaki fyrir þá sem vilja skokka styttri vegalengdir.  Farið er rólega af stað en markmiðið er að geta hlaupið um 5-6 km án þess að stoppa.  Þjálfari er Börkur Árnason. 

Tímar: mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30.  Ath!  Ekkert námskeiðsgjald.  Allir velkomnir.


Aprílgabbið og hópurinn.

Eins og glöggir lesendur hafa kannski séð þá var síðasta færsla skrifuð í fyrradag, 1. apríl.  En það var nú samt heilmikið satt og rétt í henni.  Það hefði hreinlega verið of neyðarlegt að skrifa allan sannleikann eins og hann var, en sannleikurinn var þannig:  Klukkan 17:15 voru Fríða með hundinn sinn og Börkur mætt í Átak og þau lögðu af stað samviskusamlega, niður á Eyri og út í Þorp.  Og mættu þremur Eyrarskokkurum á leiðinni sem voru að hlaupa í vitlausar áttir á vitlausum tímum.

Þetta getum við ekki látið spyrjast út, þið segið engum.  

Nei, það sem við gerum er að mæta nú öll með tölu niður í Átak í fyrramálið á laugardagsæfingu, við leggjum af stað klukkan hálftíu eins og alltaf, verðum öll samferða í byrjun og skiptum svo hópnum og förum eins langt og hverjum og einum hentar.  Og svo verður farið í pottinn á eftir.  

Eru ekki allir með?

 

Fríða 


Vor í lofti

Óvenju góð mæting var í Eyrarskokk í dag.  Ekki minna en 30 manns mættu í Átak og hunsuðu hríðarslyddu með tilheyrandi slabbi á götum og stígum.  Eins og venjulega var hópurinn samferða fyrsta hluta leiðarinnar sem lá niður á Eyri og svo upp brekkurnar í Þorpinu og meðfram Hlíðarbrautinni.  Vakti þessi fríði flokkur eftirtekt vegfarenda, ekki síst bílstjóranna sem voru óvenju viljugir til að stoppa og leyfa hlaupurunum að fara yfir umferðargötur.  Úti í Þorpi fór aðeins að teygjast á hópnum.  Dreifðist fólk þá aðeins eftir getu og metnaði eins og oft vill gerast.  Athygli vakti hversu föngulegur hópurinn var og hversu stórt hlutfall einhleypra var þarna á ferð.  Og eitthvað hefur vorkoman að segja líka því einn þriðji hópsins var þarna að stíga sín fyrstu skref í hlaupahóp, þótt allir hefðu greinilega hlaupið eitthvað áður.  Þetta á eftir að verða gott hlaupavor og –sumar.  Áfram Eyrarskokkarar!

Fríða

Pallaleikfimi Eyrarskokkara eftir síðasta vetrarhlaup UFA

Ég var að setja inn myndir frá verðlaunaafhendingunni eftir síðasta vetrarhlaupið.  En þar sem ég er eitthvað andlaus í augnablikinu vil ég endilega hvetja ykkur til að skrifa sjálf athugasemdir við myndirnar.

Fríða

P.s. Hafið þið tekið eftir því hvað Valur er kominn með sérstakan stíl á öllu? 


Áætlun fyrir hálfmaraþon

Það er búið að vera bíða svo lengi eftir að fá áætlun fyrir hálfmaraþon að ég tók mér það bessaleyfi að búa til eina slíka.  Grunnurinn er frá Runners world þar sem undirligggjandi er að viðkomandi hafi hlaupið 10 km á 55 mínútum og ætli sér 12 vikur að æfa fyrir hálft maraþon og æfingarálagið sé í meðallagi.  Jafnframt miðaði ég við hlaupadaga Eyrarskokks að viðbættum föstudegi.  Það getur síðan hver og einn  aðlagað þetta að sér þ.e. hraðann og lengdina.  Ekki er gefinn upp hvaða tíma þetta ætti að gefa en sennilega kringum 2 klst miðað við hraðann á æfingunum.  Sem sagt áætlunin fylgir með sem excel skjal.  Athugasemdir og ábendingar vel þegnar.

Sigurður E


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband