15.12.2008 | 19:13
Vaðlaheiði á laugardaginn
Dr Sigurður kom með þá snilldarhugmynd að hlaupa upp að neðra mastrinu á Vaðlaheiði núna á laugardaginn kemur, þ.e. 20. desember. Klukkan 9:30, frá Átaki. Þetta yrði bara löng laugardagsæfing. Hann er búinn að fá frúna til að fara þangað með stóra fína éppann þannig að við gætum fengið smá skjól á leiðarenda. Einhverjir gætu kannski látið nægja að fara bara aðra leiðina hlaupandi. Þetta eiga að vera um 12,5 kílómetrar hvora leið, og Sigurður er búinn að troða slóð fyrir okkur. Ég veit ekki hvort hann ábyrgist að hún verði fær þegar þar að kemur. Það er vel séð að fólk skrýðist jólasveinahúfum, ef ekki núna á laugardaginn, þá á miðvikudaginn eftir rúma viku, þ.e. 24. desember, þegar við ætlum að færa æfinguna í tilefni dagsins þannig að hún verður fyrir hádegi. Ætli það sé ekki best að hafa hana klukkan 9:30? Eru ekki allir með?
Fríða
Athugasemdir
Ja ég segi nú bara ja hérna, það er greinilega ekki í lagi með Sigga( hefur líklega aldrei verið) !!! Hann er sem sagt búinn að kaupa allar jólagjafir, baka, þrífa, moppa og skrifa jólakortin. Alltaf verið röskur strákurinn:)
En svona til vonar og vara: " Er þetta torfæruhlaup eða er hlaupið á veginum, hvaða neðra mastri, er þetta snarbratt?"
P.S. Var að kaupa mér nýjar hlaupabuxur svo ég get kannski kastað síðbrókinni
Inda (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:01
Það stendur nú til að hlaupa á veginum, en á þessum árstíma er varla hægt að treysta færðinni, þannig að eigum við ekki að segja að það sé best að vera við öllu búinn. En ætli við hlaupum ekki í hjólförunum eftir éppann? Já, og það verður víst kakó í þessum fína bíl, þannig að það þýðir lítið að ætla að snúa við á miðri leið. Og Inda, grípur þú ekki beilísið með í mínu nafni, ef eitthvað er eftir af því, Gunni ætlar víst að taka með sér eitthvað svipað því sem hann var með á leið inn á Hrafnagil forðum, hefur fréttst. Kosningabaráttan er hafin.
Fríða
Eyrarskokk, 17.12.2008 kl. 18:53
Ég er jafnvel að huksa umm stóran fleig.Það er uppá athvæðaöblunina SKÁL.
Gunni (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.