Vor í lofti

Óvenju góð mæting var í Eyrarskokk í dag.  Ekki minna en 30 manns mættu í Átak og hunsuðu hríðarslyddu með tilheyrandi slabbi á götum og stígum.  Eins og venjulega var hópurinn samferða fyrsta hluta leiðarinnar sem lá niður á Eyri og svo upp brekkurnar í Þorpinu og meðfram Hlíðarbrautinni.  Vakti þessi fríði flokkur eftirtekt vegfarenda, ekki síst bílstjóranna sem voru óvenju viljugir til að stoppa og leyfa hlaupurunum að fara yfir umferðargötur.  Úti í Þorpi fór aðeins að teygjast á hópnum.  Dreifðist fólk þá aðeins eftir getu og metnaði eins og oft vill gerast.  Athygli vakti hversu föngulegur hópurinn var og hversu stórt hlutfall einhleypra var þarna á ferð.  Og eitthvað hefur vorkoman að segja líka því einn þriðji hópsins var þarna að stíga sín fyrstu skref í hlaupahóp, þótt allir hefðu greinilega hlaupið eitthvað áður.  Þetta á eftir að verða gott hlaupavor og –sumar.  Áfram Eyrarskokkarar!

Fríða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þurfum við ekki sem erum orðin svolítið reyndari í þessu að setja okkur markmið að halda í sem flesta sérstaklega þegar svo margir nýir eru að mæta.  Börkur var að viðra þá hugmynd um daginn að vera með séræfingar fyrir byrjendur og sameina svo við Eyrarskokkið þegar væru komin með sjálfstraust en það má líka hugsa sér að við þessi reyndari skiptum með okkur að fylgja nýliðunum svoþ eim finnist ekki þeir alltaf "týnast".  Margar hendur vinna létt verk

Sigurður E (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:55

2 identicon

Æi gleymdi nú alveg að kíkja á dagsetninguna.  Svona er maður nú saklaus, en hugmyndin um að styðja við byrjendur má nú alveg standa samt.

Sigurður E (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:12

3 identicon

:) Maður bara bíður smástund, þá kviknar á perunni :)  En annars er nú allt satt sem kemur fram hér að ofan nema það slæddist eitt núll með.  Þessi þriðjungur sem er byrjendur var hundurinn minn.  Hinir voru ég og Börkur.

Fríða (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:56

4 identicon

Já, hugsunin var að vera með byrjendahóp sem færi fyrirfram ákveðnar leiðir t.d. 3 km, 5 km og 7 km.  Þegar fólk réði vel við 7 km gæti það farið að hlaupa með aðalhópnum.  En auðvitað yrði þetta eitthvað í bland svo ekki yrði of mikill aðskilnaður á milli hópa.  Eftir mánuð ættu flestir að vera komnir yfir í aðalhópinn. 

Ættum líka að vera með eitthvert plan fyrir utan æfingar t.d. einn hitting í maí til að hrista liðið saman, Evindarstaðarhlaup o.s.frv.

Börkur (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:29

5 identicon

Mér líst vel á að gera eitthvað í maí.  Ég fer reyndar 13 út til Gautaborgar og ætla ekki að hlaupa Eyvindarstaðarhlaupið 5 dögum áður eins og í fyrra   sællar minningar en ég hleyp þá bara eitthvað styttra eða verð í vatnsvörslu

Sigurður E (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:32

6 identicon

Hef séð nokkra Eyrarskokkara vera að hlaupa á leyniæfingum hér í bæ, Siggi þú kemst ekki óséður um bæinn með þinn hlaupastíl og Gunni er alltaf eins og álfur út úr hól eins og einhver orðaði það

Það hefur hinsvegar borið minna á mönnum á æfingum, er þetta ekki spurning um að fara að smala liðinu á æfingar  og vera lágmark 10 stk?

Börkur (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 16:27

7 Smámynd: Eyrarskokk

Jú, Börkur, eins og talað úr mínu hjarta.  Það var mjög undarlegt að mæta þarna ekki færri en þremur Eyrarskokkurum sem voru að æfa í leyni, fyrst Einar með einhverja afsökun um að hann hafi orðið að fara snemma, svo annar Einar sem hafði örugglega enga afsökun, og svo Inda sem hafði þá afsökun að hún hafi ekki náð að mæta nógu snemma til að komast með. 

Eyrarskokk, 3.4.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband