14.7.2009 | 10:49
Myndir frá Landsmótshlaupi
Til hamingju Eyrarskokkarar með frábært Landsmótshlaup, við stóðum okkur öll með sóma, hvort sem það var sem sjálfboðaliðar eða hlauparar. Það skiptir mestu máli að vera með og gera sitt besta, alveg óháð því hvort maður vinnur eða ekki. Eða er það ekki?
Valtýr Hreiðarsson tók aldeilis frábærar myndir þegar Landsmótsmaraþonið fór fram. Þær eru í myndaalbúmi hér til hliðar.
Athugasemdir
Takk fyrir ykkar hlut í þessu frábæra hlaupi, kæru Eyrarskokkarar. Framkvæmdin var til sóma, leiðin falleg og veðrið dásamlegt. Getur ekki verið betra!
Stefán Gíslason, 14.7.2009 kl. 21:20
Tek undir þakkir til ykkar með Stefáni. Sérdeildis skemmtilegt og vel lukkað hlaup.
gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.