25.9.2009 | 14:47
Kjarnaskógur laugardaginn 26.09.09
Sælir skokkarar.
Á morgun, laugardag ætlum við að mæta á venjulegum tíma kl. 9:30 við Átak. Og síðan verður stefnan tekin inn í Kjarnaskóg, byrjendur og aðrir sem ætla ekki að hlaupa mjög langt safnast saman í bíla og keyra þangað, langhlauparar hlaupa bara inneftir og svo hittumst við aftur á bílastæðinu við salernishúsið. Síðan lendum við örugglega upp fyrir kletta eða eitthvað, það hleypur alltaf í mann þvílíkur fítonskraftur við að koma svona út í náttúruna. Byrjendurnir þurfa samt engar áhyggjur að hafa, það er ekki stefnt á neitt ofurhlaup þarna og ég persónulega ætla að reka lestina þannig að enginn ætti að týnast alvarlega. Og ég þykist þekkja þarna hverja þúfu. En þetta gæti samt tekið lengri tíma en venjuleg hlaupaæfing frá Átaki.
Svo vorum við Óskar að spá í að stefna á árshátíð 16. október, það væri ágætt að heyra skoðanir fólks á því máli, við kannski náum að spjalla eitthvað um það þarna inni í Kjarnaskógi?
Hlaupakveðja
Fríða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.