Jólaæfingar

Sælir Eyrarskokkarar.

Var nokkur sem hélt að við færum í jólafrí?  Nei, svo er nú aldeilis ekki.  Að vísu er Átak stundum lokað þegar við leggjum af stað samkvæmt okkar gömlu góðu áætlun, en við höldum okkur samt við hana og hittumst á bílaplaninu þótt húsið sjálft sé kannski lokað.  Það er  bara venjuleg æfing kl. 17:15 á morgun og það er engin ástæða til að aflýsa hádegishópnum á fimmtudag, við erum hvort sem er öll búin að öllu tíu mínútur yfir tólf á aðfangadag og upplagt að mæta þá í hlaupahóp með jólasveinahúfur og gera pláss fyrir jólasteikina. Eins er full ástæða til að mæta bara á venjulegum tíma laugardaginn 26. desember, þ.e. kl. hálftíu og gera pláss fyrir veigarnar sem sumir hafa fyrir sið að innbyrða að kvöldi annars í jólum. 
   

pc240030Dagarnir milli jóla og nýjárs eru bara venjulegir æfingadagar og svo kemur Gamlárshlaupið.   Þar taka allir þátt sem vettlingi geta valdið.  Mér skilst að það sé aftur búningakeppni liða eins og í fyrra, og ég hef hlerað að UFA liðið ætli að vera í búningum, við Eyrarskokkarar toppum það.  Ég veit að Samherjastelpurnar sem hafa verið svo duglegar að mæta í hádegishópinn ætla að vera saman í búningaliði og við hinar gerum þá eitthvað skemmtilegt líka.  Eyrarskokkskarlar, þið finnið upp á einhverju.  Það verður vonandi tækifæri til að plana það betur á einhverjum af öllum þessum hlaupaæfingum sem eru í millitíðinni.

 

Jólaskokkkveðja,
Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband